Longboard.is

föstudagur, 13. mars 2009

 

Heimsókn í Kahalaniverslunina Stokkhólmi


Longboard.is visits Kahalani Stockholm from Atli Vidar on Vimeo.

Dan og Mike
Åhlström í Kahalanibúðinni í Stokkhólmi buðu mér og Steinari félaga mínum í kaffi og meððí. Við ræddum um longboard. Hvað annað?
Frekari upplýsingar um Kahalanibretti og öxla má finna á
kahalaniboards.se
og
kahalani.se
.

Efnisorð: ,


mánudagur, 26. janúar 2009

 

Brettafélag breytir um síðu

Glöggir iðkendur bigjump.is hafa tekið eftir því að síðan hefur legið niðri undanfarin misseri. Brettafélag íslands hefur tekið sig til og opnað nýja síðu sem mun koma í stað Bigjump.is, sem má finna hér - www.brettafelag.is.

Efnisorð:


fimmtudagur, 8. janúar 2009

 

Áramótakveðja


Ekkert að því að skeita um vetur. Takið það upp á vídjó, sendið það og við birtum það. Atlividar hjá gmail.com eða longboard hjá longboard.is.

Gleðilegt ár frá okkur hér á Longboard.is, og til hamingju þið öll sem fenguð bretti í jólagjöf.

Efnisorð:


þriðjudagur, 11. nóvember 2008

 

Vetrarskeit.

Farðu út að renna þér. Það er þurrt, kalt og lítill vindur. Það mun rigna alla næstu viku.

Þeir sem vilja fá myndir eða myndbönd hýst hér á síðunni sendi mér póst á atlividar hjá gmail.com eða riti á spjallið.

Efnisorð:


laugardagur, 13. september 2008

 
Hér gefur á að líta nokkuð magnað niðurbrekkurennsl á langbretti erlendis:

Spurning hvenær/hvort maður fær að hendast í svona brekkur hér á landi...

Annars vil ég benda í gamni mínu á vegina hjá Hellisheiðavirkjun (fyrir ofan hana) fyrir þá sem virkilega þola/þora í 16% hallann... c.a. hér.

miðvikudagur, 13. ágúst 2008

 

jafnvel Gotarnir geta fengið bretti...

...fyrir daglega kirkjugarðsrúntinn sinn.

goti

Efnisorð:


fimmtudagur, 7. ágúst 2008

 

Nýr forum kominn

Nýr forum hefur loksins verið sendur í loftið. Einhverjir kunna hafa rekið sig á það með þann gamla að hann fór í gríðarlegt manngreinarálit og leyfði einungis útvöldum að skrá sig, eftir reglum sem enginn skilur. Nýji forumin er stærri, betri og keyrir á munnvatni úr þúsund búddamunkum, svo hann er stöðugur eins og eitthvað sem er ákaflega stöðugt.

Nýtt longboardvídjó var svo klárað í dag og má sjá á video hlekknum hér fyrir ofan. Það má einnig skoða á Vimeo og á Youtube.

Eða bara hér -

Longboard.is Midnight Session 30.07.08 from Longboard . is on Vimeo.

Efnisorð:


Söfn

júní 2008   júlí 2008   ágúst 2008   september 2008   nóvember 2008   janúar 2009   mars 2009  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]